03.02.1970
Efri deild: 48. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

116. mál, verslunaratvinna

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur fengið þetta mál til meðferðar og haft stuttan tíma til athugunar á því. Nm. ræddu frv., eins og það lá fyrir með áorðinni breyt. á þskj. 353, eins og það kom frá Nd., en þar var gerð sú breyting, að ákvæði kemur inn í 2. gr. frv., síðustu mgr., að engin ákvæði megi vera í samþykktum félags, sem brjóti í bága við íslenzk lög. Nm. eru sammála um að mæla með samþykkt frv., eins og það liggur fyrir á þskj. 149 og 353, en einstakir nm. áskilja sér þó rétt til að flytja eða fylgja brtt., sem fram yrðu bornar. Þar sem tími var stuttur, verða þeir að koma með skriflegar brtt., ef þeir vilja notfæra sér sinn fyrirvara.

Að svo mæltu legg ég til, að frv. verði samþ.