03.03.1970
Neðri deild: 54. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í B-deild Alþingistíðinda. (449)

80. mál, almannatryggingar

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er komið frá hv. Ed. og hlaut þar einróma samþykki. Þegar það kom til þessarar hv. d., var því vísað til heilbr.– og félmn., sem afgr. það á fundi sínum 2. febr. og varð sammála um að mæla með, að það yrði samþ. óbreytt.

Að efni til gengur frv. í þá átt, að þeim aðilum, sem leita þurfa lækninga á erlendum sjúkrahúsum, verði til þess veitt nokkru meiri aðstoð, heldur en verið hefur áður. Verður það að teljast vel farið, og eins og ég sagði leggur heilbr.– og félmn. einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt.