20.04.1970
Neðri deild: 78. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (736)

57. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta krefst ekki langrar útskýringar. Það fjallar aðeins um tvö atriði. Í fyrsta lagi að ákveða, að inn á fjárlög næsta árs, skuli tekin tiltekin upphæð, sem renni til Fiskveiðasjóðs, 35 millj. kr., og síðan bráðabirgðaákvæði, sem er raunverulega staðfesting á gerðum fjárlögum undanfarinna tveggja ára, þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir neinu framlagi ríkissjóðs til Fiskveiðasjóðs.

Ég tel ekki ástæðu til þess að hafa um frv. frekari orð, það hefur verið afgr. frá Ed. í því formi, sem það er nú. Ég legg svo til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.