27.04.1970
Neðri deild: 85. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 633 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

57. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Við 2. umr. málsins hafði ég lýst afstöðu minni til þessa frv., en gat því miður ekki verið hér viðstaddur, þegar atkvgr. fór fram. En þar sem við í minni hl. gáfum ekki út sérstakt nál., þá þykir mér ástæða til þess að láta það koma hér fram við þessa umr., að við, sem vorum í minni hl. sjútvn., teljum, að það sé ekki réttmætt að samþykkja þetta frv., því að það gerir ráð fyrir því að breyta gildandi l. um Fiskveiðasjóð þannig, að framlög ríkissjóðs til Fiskveiðasjóðs séu skert frá því, sem nú er fyrir mælt í l. Það er meginástæðan til þess, að við leggjumst gegn því, að þetta frv. verði samþykkt.