27.04.1970
Neðri deild: 86. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 839 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

146. mál, lífeyrissjóður togarasjómanna

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft frv. þetta til athugunar. Leggur n. til, að frv. verði samþ. og á því gerð ein breyt., og flytur n. á þskj. 715 brtt. þar að lútandi. Í frv. þessu er gert ráð fyrir, að sjóðfélagar í lífeyrissjóði togarasjómanna og undirmanna á farskipum öðlist rétt til lögveða, en í Ed. var sú breyt. gerð á frv. frá þeirri upprunalegu mynd, sem það var flutt í, að heimilt er, að þeir aðilar, sem rétt eiga á að vera í lífeyrissjóði samkvæmt frv. þessu, verði í öðrum svæðisbundnum lífeyrissjóðum. Þykir því eðlilegt, að þeir lífeyrisþegar, sem geta gerzt aðilar að lífeyrissjóði togarasjómanna og undirmanna á farskipum, en kjósa einhverra ástæðna vegna og fá til þess heimild að vera í öðrum lífeyrissjóðum, njóti sömu réttinda, hvað snertir innheimtu á iðgjöldum þeirra til viðkomandi lífeyrissjóðs. Þess vegna leggur fjhn. til, að við 2. gr., á eftir 2. málsgr., komi: Um slíka sjóði (þ.e.a.s. þá sérsjóði, sem sjómenn hafa heimild til að vera í) skulu gilda öll ákvæði þessara l, sem við geta átt og varða skyldur launagreiðenda til að halda eftir af launum vegna iðgjaldagreiðslu og um innheimturétt, lögveð í skipum svo og önnur atriði, sem tryggja rétt lífeyrissjóðs samkvæmt þessum lögum.

Með þessari breyt. leggur fjhn. Nd. til, að frv. verði samþ.