28.04.1970
Efri deild: 84. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 857 í B-deild Alþingistíðinda. (997)

202. mál, Útflutningslánasjóður

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég var kvaddur á fund hv. fjhn. þessarar hv. d. í gær, þar sem rætt var um breyt. á 2. gr. frv., ef ég man rétt, þar sem gert var ráð fyrir því að heimila stjórn sjóðsins að veita útflutningslán eða samkeppnislán fleiri iðngreinum en þeim, sem nefndar eru í a- og b-lið, ef hún metur það nauðsynlegt til þess að tryggja þeim sambærilega aðstöðu við erlenda samkeppnisaðila.

Það, sem hér er átt við, er fyrst og fremst það, að eðlilegt þykir að veita útflutningssjóði heimild til þess að lána t.d. til nótaframleiðslu hér innanlands, þótt hún verði auðvitað ekki talin fjárfestingarvara í venjulegum skilningi.

Ég var nm. sammála um það, að eðlilegt væri, að slík breyt. yrði gerð, enda er hér um heimild að ræða, sem stjórn sjóðsins mun þá á hverjum tíma meta, hvort hún telur ástæðu til þess að hagnýta sér.