18.11.1970
Efri deild: 17. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

101. mál, atvinnuöryggi

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég kveð mér ekki hljóðs til þess að blanda mér í þessar umr. hér í hv. Ed. og ennþá síður til þess að lengja þær, heldur til þess eins að segja örfá orð um brtt. á þskj. 155 frá hv. þm. Birni Jónssyni, þá brtt., að í lögin skuli bætt ákvæðum um, að hlutaðeigandi verðlagsyfirvöldum sé skylt að endurskoða til lækkunar verð á öllum vörum og þjónustu, þar sem auknar niðurgreiðslur á vöruverði frá 1. nóv. 1970 hafa að einhverju leyti áhrif á framleiðslukostnað, svo sem verðlag á matsöluhúsum. Ég vil aðeins láta það koma fram, að ég tel verðlagsnefndinni skylt að framkvæma slíkar ráðstafanir og mun hlutast til um að ræða það við formann n., sem er ráðuneytisstjóri viðskmrn., að n. geri það, sem í þessari setningu, sem ég las upp, felst.