19.03.1971
Neðri deild: 65. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 985 í B-deild Alþingistíðinda. (1149)

260. mál, fiskvinnsluskóli

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég hafði í lok framsöguræðu minnar lagt til að vísa þessu frv. til hv. menntmn., enda er það í samræmi við þær venjur, sem ríkt hafa um nefndameðferð skólamála, eftir að allir skólar heyra undir menntmrn. utan bændaskóla. Hins vegar eru tvö frv. um skylt efni í hv. sjútvn., og í framhaldi af viðræðum, sem fram hafa farið, eftir að umr. lauk, milli fulltrúa sjútvn. og fulltrúa menntmn, leyfi ég mér að breyta minni till. í þá átt, að frv. verði vísað til hv. sjútvn. Mér er tjáð, að það sé öruggari leið til þess, að málið fái skjóta afgreiðslu.