22.03.1971
Efri deild: 71. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1006 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

234. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft þetta frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðismálastofnun ríkisins til meðferðar, og á þskj. 563 kemur fram, að n. mælir með frv. óbreyttu, en einstakir nm. áskilja sér þó rétt til að flytja eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma. Það, sem hér mun vera um að ræða, er, að í frv. stendur „ þrír eftir tilnefningu húsnæðismálastjórnar“, en frv. fjallar um að fjölga um einn mann í stjórn verkamannabústaða. Ég hafði tal af hæstv. félmrh. og hann sagði mér, að hann skildi það persónulega, þetta hefði jafnan verið þannig framkvæmt, að eftir tilnefningu í stjórnir hefði verið kosið hlutfallskosningu. Ef við hins vegar færum að taka hér upp í þessu sérstaka tilfelli orðið hlutfallskosningu, þá gæti það þýtt vandamál í sambandi við fjöldamargar aðrar stjórnir og væri ekki að vita, hvað það þýddi. Ráðh. sem sagt lagði á það áherzlu, að um hlutfallskosningu ætti að vera að ræða, þó að ekki stæði það með orðinu hlutfallskosningar. En slíkt hefði verið gert undanfarið í fjöldamörgum stofnunum.

Að svo mæltu legg ég til, að frv. verði vísað til 3. umr.