01.04.1971
Neðri deild: 80. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

293. mál, kjördagur 1971

Forsrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. þetta er komið frá Ed. og hefur hlotið þar skjóta afgreiðslu. Ég hef talið mig hafa ástæðu til þess að ætla, að það muni ekki vera ágreiningur um þetta mál í þinginu og vænti, að það verði heldur ekki hér í Nd. Ég minni aðeins á það, að kjördagar hafa verið við tvennar síðustu kosningar — ég held ég muni það rétt — 7. júní og 9. júní. Hér er ráðgert að hafa kjördaginn 13. júní. Ég skal ekki fara um það fleiri orðum, en leyfi mér að leggja til, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.