25.03.1971
Efri deild: 75. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1079 í B-deild Alþingistíðinda. (1280)

213. mál, náttúruvernd

Dómsmrh. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Ég þakka hv. menntmn. fyrir hennar athugun á þeim ábendingum, sem ég varpaði hér fram við 2. umr. í sambandi við 19. gr. frv. Það hefur sem sé komið fram, að n. telur, að þau spjöld, sem ég ræddi um, sem sé hvatningar- og aðvörunarspjöld frá umferðarráði, mundu falla undir 3. mgr. 19. gr., eins og hún nú er orðuð. Ég sé nú ekki ástæðu til þess að fara að flytja brtt. við greinina. Ég lít svo á, að það, sem hér hefur komið fram, þetta álit n., sem ég út af fyrir sig get fallizt á, þó að ég teldi, að það mætti e. t. v. vefengja þetta, ég tel, að það mundi styrkja svo þá skoðun, að stjórn umferðarráðs mætti þarna flokkast undir, það hljóti nú að taka af vafa, ef það gæti verið dregið í efa, að heimilt væri að setja upp slík spjöld. Ég sem sé tel eftir atvikum, að maður geti við það unað, að þessi skoðun menntmn. hefur komið hér fram í umr. og skal ekki hafa um þetta fleiri orð.