06.04.1971
Efri deild: 94. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1503)

19. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það til l. um veitingu ríkisborgararéttar, sem hér er til umr., var lagt fram í Nd. í haust. Síðar meðan málið lá í n., bárust svo fjölmargar umsóknir um ríkisborgararétt til Alþ., sem voru teknar til greina, og frv. var breytt í Nd., þannig að þeim einstaklingum, sem öðlast skulu ríkisborgararétt samkv. því, sem frv. hljóðar nú eftir 3. umr. í Nd., hefur fjölgað úr 10, sem voru í upphaflega frv., í 58. Þessi ríkisborgararéttindamál voru athuguð með sama hætti, eins og venja hefur verið, þannig að allshn. beggja deilda hafa samstarf um að fara yfir öll þau gögn, sem þessum umsóknum fylgja og athuga þau. Og sami háttur var hafður nú á eins og endranær. Hv. þm. eru kunnar þær reglur, sem farið er eftir við veitingu ríkisborgararéttar. Þær hafa verið óbreyttar frá ári til árs, en þessar reglur eru teknar upp og prentaðar í nál. frá allshn. Nd. og eru á þskj. 573.

Allshn. Ed. athugaði svo þetta mál, eftir að 1. umr. fór fram um það hér, og varð n. sammála um það að mæla með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur nú fyrir.