07.12.1970
Efri deild: 27. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í B-deild Alþingistíðinda. (153)

75. mál, sauðfjárbaðanir

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta frv., sem hér er til umr. Landbn. hefur athugað frv. og leggur til, eins og nál. á þskj. 208 ber með sér, að frv. verði samþykkt óbreytt. Þó þykir mér rétt að geta þess hér og nú, að fyrir landbn. liggur annað frv. til l. um breyt. á l. um sauðfjárbaðanir, en vegna þeirrar sérstöðu, sem þetta frv. hefur, sem hér er til umr., að það er um frestun á böðun á þessu ári og því nauðsynlegt að hraða því mjög, þá hefur orðið um það samkomulag í n. að hleypa þessu frv. áfram strax og með þeim hraða, sem hægt er, en taka síðan fyrir til nánari athugunar það frv. annað um baðanir, sem fyrir liggur í d. Þetta frv. er eingöngu um það að fresta böðun á þessum vetri, og til þess að menn fari ekki að leggja í þann kostnað, sem því fylgir að baða, þá þarf að hraða þessu frv. N. mælir sem sé með því, að frv. verði samþ. óbreytt.