06.04.1971
Neðri deild: 90. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1478 í B-deild Alþingistíðinda. (1566)

186. mál, Kennaraháskóli Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vildi svara fsp. hv. þm. með því einu að vitna til þess, að í lok hinnar ítarlegu grg., sem stjfrv. fylgdi á sínum tíma í Viðauka III, er áætlaður rekstrarkostnaður Kennaraháskóla Íslands, nákvæm áætlun um hann, og er niðurstaða bennar, að rekstrarkostnaður Kennaraháskóla Íslands verði áætlaður að meðaltali á árunum 1975–1980 15.3 millj. kr. á ári. En í fjárl. 1971 er rekstrarkostnaður kennaraskólans áætlaður 34.6 millj. kr. á ári, og stafar lækkunin að sjálfsögðu af því, að gert er ráð fyrir mikilli fækkun nemenda í kennaraháskólanum við það, að stúdentar eingöngu eigi þar að fá nám. Það kemur einnig fram í þessum Viðauka III um áætlaðan rekstrarkostnað, að gert er ráð fyrir því, að prófessorar starfi 18 vikustundir, en dósentar 21 og lektorar 12 vikustundir. (Gripið fram í.) Þetta eru auðvitað kennslustundir, sem við er átt.