06.04.1971
Neðri deild: 90. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (1722)

266. mál, lán vegna framkvæmdaáætlunar

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Í 1. umr. þessa máls hér í hv. d. þá lýsti ég því yfir, að ég mundi bera fram brtt. vegna Rifshafnar, ef ekki yrði úr bætt í meðferð þingsins. Í samtölum, sem ég og fleiri höfum átt við hæstv. ráðh., bæði samgmrh., sem fer með hafnamál, og hæstv. fjmrh., hafa þeir báðir lýst því yfir, að þessu máli skuli verða bjargað í sambandi við lántöku Hafnarbótasjóðs eða fjármagn fáist til framkvæmdanna, sem unnið er að. Af þeirri ástæðu hef ég horfið frá því ráði að flytja þessa brtt. í þeirri von, að það takist að leysa málið á þann hátt.