06.04.1971
Neðri deild: 89. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1727 í B-deild Alþingistíðinda. (1773)

217. mál, utanríkisþjónusta Íslands

Utanrrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Hv. flm. þessarar till., hv. 4. þm. Reykv., hefur bæði lýst því, sem í gr. felst eins og hún er í frv., og sinni brtt., sem er um það að fella gr. niður. Mér skildist á honum, að það væri hans álit, að með þessu væri hægt að stofna nýtt embætti til þess að lita eftir sendiráðunum. Ég tel, að svo sé ekki, því að í gr. stendur mjög greinilega, að það sé heimilt að fela einhverjum embættismanni utanrrn. að lita eftir sendiráðunum. Þetta hefur verið þannig og það verður þannig, hvort sem þessi gr. verður samþ. eða ekki