15.12.1970
Neðri deild: 31. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

70. mál, heimild fyrir hreppsnefndina í Kirkjubæjarhreppi til að selja jörðina Þykkvabæ I í Landbroti

Frsm. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Landbn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. þetta og leggur til, að það verði samþ. eins og það kom frá hv. Ed. Hinn 12. maí 1969 voru afgreidd hér frá hv. Alþ. lög um heimild fyrir hreppsnefndina í Kirkjubæjarhreppi til að selja jörðina Þykkvabæ í í Landbroti. Þau skilyrði voru sett fyrir sölu, að jörðin skyldi gerð að ættaróðali. Í ljós hefur komið, að þessi skilmáli torveldar sölu jarðarinnar og er þetta frv. flutt til þess að fella þetta skilyrði niður úr l. Aðilar málsins, sem eru allmargir, hafa ýmist mælt með þessari skipan eða látið í ljós, að þeir muni láta hana hlutlausa.

Að svo mæltu leyfi ég mér að endurtaka það, að n. mælir með samþykkt frv. óbreytts.