22.03.1971
Efri deild: 71. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1828 í B-deild Alþingistíðinda. (1989)

243. mál, sala hluta úr jörðinni Kollafirði

Einar Ágústsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins nota þetta tækifæri til þess að þakka hv. landbn. og þá sérstaklega form. hennar, hv. 5. þm. Sunnl., fyrir fljóta afgreiðslu á þessu máli. Það kemur sér vel fyrir þá, sem hlut eiga að máli, vegna þess að frv. var síðbúið hér af ástæðum, sem ég skal ekki rekja, en þeim mun meiri ástæða er til þess að þakka það, að vel hefur verið brugðizt við, og vonandi verður málið afgr. héðan frá d. hið fyrsta. Það er hér um algert smámál að ræða á landsvísu, en allstórt mál fyrir þann mann, sem í hlut á, og ég skal ekki hafa þessi orð fleiri. Ég vildi aðeins láta þessar þakkir mínar koma fram, um leið og málið verður afgr. héðan.