14.12.1970
Neðri deild: 30. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í B-deild Alþingistíðinda. (204)

3. mál, Landsvirkjun

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft frv. þetta til meðferðar, og eins og fram kemur á þskj. 238, mælir n. með því, að frv. verði samþ.

Á þskj. 239 hef ég leyft mér að flytja brtt. við frv., en sú till. er flutt að beiðni hæstv. fjmrh. og var kynnt í n. Þar sem áður hafði verið gengið frá nál., var talið eðlilegra, að ég flytti þá till. sem formaður n. Á þskj. 238 mælir n. með því, að frv. verði samþ.