06.04.1971
Sameinað þing: 43. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1951 í B-deild Alþingistíðinda. (2203)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (BF):

Umræðan í kvöld skiptist í þrjár umferðir, 20 mínútur í 1. umferð, 15 mínútur í 2. umferð og loks 10 mínútur í 3. umferð, en auk þess talar einn þm. utan flokka og hefur til umráða 15 mínútur í 1. umferð. Röð flokkanna er þessi: Sjálfstfl., Alþb., Alþfl., Framsfl. og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Utan flokka talar Karl Guðjónsson, og talar hann síðastur í 1. umferð.

Af hálfu Sjálfstfl. tala í 1. umferð Auður Auðuns og Matthías Bjarnason, í 2. umferð Ingólfur Jónsson og í 3. umferð Magnús Jónsson. Af hálfu Alþb. tala í 1. umferð Geir Gunnarsson og Eðvarð Sigurðsson, í 2. umferð Magnús Kjartansson og í 3. umferð Steingrímur Pálsson. Af hálfu Alþfl. talar í 1. umferð Gylfi Þ. Gíslason, í 2. umr. Bragi Sigurjónsson og í 3. umferð Benedikt Gröndal. Af hálfu Framsfl. talar í 1. umferð Einar Ágústsson, í 2. umferð Ingvar Gíslason og Ágúst Þorvaldsson og í 3. umferð Halldór E. Sigurðsson. Af hálfu SF talar í 1. umferð Björn Jónsson og í 2. og 3. umferð Hannibal Valdimarsson. Hefst þá umræðan, og tekur fyrst til máls Auður Auðuns dómsmrh.