26.10.1970
Neðri deild: 5. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 2092 í B-deild Alþingistíðinda. (2238)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl.

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Eins og þegar hefur komið fram, er hæstv. sjútvrh. lasinn í dag, en ég skal gera ráðstafanir til þess, að hann fái vitneskju um þessar umr. Ef hann verður fjarverandi fleiri en örfáa daga, þá skal ég sjá til þess, að málið verði tekið upp í sjútvrn. og umsögnum þeim, sem beðið er eftir frá Fiskifélagi og Hafrannsóknastofnun, hraðað eftir því sem fyllst eru tök á og síðan ákvörðun tekin í málinu.