17.02.1971
Neðri deild: 47. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 2148 í B-deild Alþingistíðinda. (2304)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (BGr):

Borizt hefur svofellt bréf:

„Þar eð ég vegna persónulegra ástæðna get ekki gegnt þingmannsstörfum, þá er það ósk mín, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að 1. varamaður landsk. þm. Sjálfstfl., Eyjólfur K. Jónsson ritstjóri, taki sæti mitt á Alþingi.

Sverrir Júlíusson,

10. landsk. þm.

Eyjólfur K. Jónsson hefur áður setið á þessu þingi og býð ég hann velkominn til þingstarfa að nýju.