14.12.1970
Efri deild: 30. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (239)

172. mál, almannatryggingar

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Á þskj. nr. 244 kemur fram, að heilbr.- og félmn. hefur athugað frv. og leggur einróma til, að það verði samþ. óbreytt. Það kom fram í framsögu hæstv. ráðh. fyrir frv., að tryggingagjaldagreiðendur eru eins settir eftir gildistöku frv. sem laga. Hér er verið að taka af öll tvímæli í orðalagi varðandi útreikning á tryggingarskyldum vinnuvikum, og vil ég í þessu efni vísa nánar til aths., sem fylgja frv.

Að svo mæltu legg ég til, að frv. verði samþ. og því vísað til 3. umr.