10.03.1971
Neðri deild: 59. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í C-deild Alþingistíðinda. (2449)

32. mál, orkulög

Frsm. meiri hl. (Sigurðar Ingimundarson) :

Herra forseti. Efni þessa frv. er, að Orkustofnuninni verði falíð að gera áætlun um að ljúka rafvæðingu landsins eigi síðar en fyrir árslok 1973 og um fjáröflun til þeirra framkvæmda.

Iðnn. hefur haft málið til athugunar og m.a. fengið um það umsögn Orkustofnunarinnar. Orkustofnunin upplýsir, að iðnrn. hafi þegar á s.l. ári falið Orkustofnuninni að gera áætlun um rafvæðingu þeirra býla landsins, sem enn eru órafvædd frá almenningsveitum. Verk þetta er því þegar komið nokkuð vel á veg og er þess vænzt, að hægt verði að afhenda ráðh. áætlun um þetta efni fyrir vorið. Það er varla eðlilegt að ákveða framkvæmd verksins með ákveðnum tímatakmörkunum, áður en sú áætlun liggur fyrir, þó að æskilegt sé að sjálfsögðu að ljúka rafvæðingunni sem fyrst og virðist raunar vera að því stefnt. Meiri hl. n. taldi eftir atvikum rétt að vísa málinu til ríkisstj., þar sem Orkustofnunin er þegar vel á veg komin með þá áætlun, sem um er beðið og aðrar ákvarðanir varðandi verkið verða að byggjast á þeim áætlunum. Er því lagt til, að málinu verði vísað til ríkisstj.