19.11.1970
Efri deild: 19. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í B-deild Alþingistíðinda. (258)

59. mál, sala á íbúðum framkvæmdanefndar byggingaáætlunar

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur athugað umrætt frv., og eins og fram kemur á nál. nr. 157, mælir hún einróma með samþykkt þess. Í 1. gr. frv., sem er löng, er vel greint frá því fyrirkomulagi, sem hugsað er á sölu þessa húsnæðis, og er það í samræmi við lög, sem giltu frá 1968 um sölu á slíkum íbúðum, en í vor var gerð breyting á l. um Húsnæðismálastofnun ríkisins, og þótti þá ekki rétt að hafa ákvæði um þetta í þeim lögum, heldur setja um það síðar sérlög. Og þetta frv. fjallar um þann þátt.

Að svo mæltu legg ég til, að frv. verði vísað til 3. umr.