23.03.1971
Efri deild: 72. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í C-deild Alþingistíðinda. (2627)

265. mál, Íþróttakennaraskóli Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég get fúslega fallizt á, að ástæða sé til þess að athuga orðalag 4. gr. betur og mætti vel hugsa sér að ná því sama markmiði, sem ég veit, að öllum er ljóst, að stefnt er að með gr., með öðru og heppilegra orðalagi, en hér má finna og beini því til hv. menntmn. að taka þetta til athugunar.