26.03.1971
Efri deild: 66. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í C-deild Alþingistíðinda. (2648)

298. mál, Þjóðleikhús

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Í tilefni af fsp. hv. þm. um það, hvort ég eða ríkisstj. ætlumst til þess, að frv. verði afgreitt á þessu þingi, skal ég upplýsa, að ríkisstj. getur að sjálfsögðu ekki ætlazt til þess, að málið verði afgreitt á svo skömmum tíma, sem eftir er af þessu þingi. Engu að síður þótti mér rétt, að störfum n. lyki fyrir þinglok, þannig að hægt væri að útbýta málinu og það síðan verði til athugunar til næsta þings hjá þeim fjölmörgu aðilum, sem vitað er að hafa áhuga á þessu máli. En ég tel það að öllu leyti vera heppilegri og skynsamlegri vinnubrögð að afgreiðsla málsins bíði næsta þings.