25.03.1971
Neðri deild: 69. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í C-deild Alþingistíðinda. (2689)

15. mál, námskostnaðarsjóður

Frsm. minni hl. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Það fór eins og mig grunaði, að hæstv. menntmrh. var í einu og öllu sammála meiri hl. menntmn., enda lét ég þess getið hér áður, að þessi meiri hl. n. mundi hafa tekið þessa afstöðu í samræmi við vilja hæstv. ráðh. Eins og hv. síðasti ræðumaður tók réttilega fram, þá lagði hæstv. ráðh. ákaflega mikla áherzlu á að skýra fyrir þm., hversu rækilega hann hefði látið rannsaka málið frá upphafi og hversu rækilega eigi að rannsaka málið eftir kosningar. Nú er málið ekki alveg nýtt. Fyrir tveimar árum eða á þinginu 1969 fluttum við 4 framsóknarmenn till. ti1 þál. um, að Alþ. skori á ríkisstj. að skipa mþn., er geri till. um fjárhagslegan stuðning við nemendur á skyldunáms— og framhaldsskólastigum, sem óhjákvæmilega verða að vista sig til langs tíma fjarri heimilum sínum o.s.frv. Málið er því ekki nýtt og hæstv. ráðh. hefur þess vegna haft tækifæri ti1 þess að hugsa rækilega um málið og undirbúa það vel. Í þessari till. var lagt til, að sett yrði mþn. í málið. Nú eru menn kannske farnir að sjá, hvaða þýðingu það hafði, að meiri hl. allshn., sem afgreiddi þá till., breytti henni þannig, að það var engin n. sett í málið og ekki heldur þetta höfuðverkefni, sem í till. okkar stóð, að henni væri ætlað að vinna, heldur var ríkisstj. falið að kanna eða gera yfirlit um kostnað ríkisins við skyldunám og framhaldsskóla sundurliðað við heimavistarskóla og aðra skóla. Þessi hluti till. mun hafa komið frá hæstv. ráðh., eftir því sem ég veit bezt. En í endi till. var þó sagt: „Einnig komi fram af yfirlitinu, hver aðstöðumunur nemenda er, sem verða að vista sig langtímum saman utan heimila sinna við nám og hinna, sem sækja skóla frá heimilum sínum og hafa þar alla vist.“Þannig var till. samþ. og af því að þessi endir varð þó á henni, vildu flm. till. sætta sig heldur við að fá þetta samþykkt, en ekki neitt.

En ef hæstv. ráðh. hefur kynnt sér þessa þál., sem samþ. var 14. maí 1969 eða fyrir tæpum tveimur árum, get ég ekki betur séð en hann hafi alveg vanrækt það, sem stendur í till. — gersamlega vanrækt það. Það átti að koma fram yfirlit, sem sýndi aðstöðumun nemenda við nám. Það hefur aldrei verið gert. Hæstv. ráðh. lagði mikið kapp á að sýna fram á, hvað það væri geysilega flókið og erfitt verk að kanna það, hvernig ætti að veita skólanemendum í landinu fjárhagslegan stuðning. Á þessu væru svo margir agnúar, svo mörg tilbrigði og erfiðleikar á alla lund, að það þyrfti langan tíma að undirbúa slíkt. Hvernig var það með námslánin til háskólastúdenta, reglurnar, sem tóku gildi núna í haust? Ég held, að það hafi ekki valdið neinum afskaplegum erfiðleikum að koma þeim reglum á og ekki eru stúdentar neitt öðruvísi menn en aðrir. Og hafi verið hægt að koma tiltölulega fljótlega á reglum um úthlutun námslána til stúdentanna, af hverju var þá ekki hægt á tveimur árum að setja reglur um úthlutun námsstyrkja handa framhaldsskólanemendum í landinu? Ég held, að það sé bókstaflega út í hött, sem hæstv. ráðh. er að mikla svona fyrir öðrum. Hann er ekkert að mikla það fyrir sér. Hann veit það sjálfur, að þetta er mjög auðvelt verk, ef nokkur vilji er fyrir því að gera það. En viljinn er enginn til hjá honum. Það vitum við náttúrlega allir og það, sem verra er, hann veit það sjálfur.

Hæstv. ráðh. taldi það einkennilegt og eiginlega alveg nýtt fyrirbrigði, að flm. frv. flytji brtt. við sitt eigið frv. Ég held, að þetta hafi gerzt á hverju einasta þingi í þau l5 ár, sem ég er búinn að vera á þingi. Og mér er sagt, að núna fyrir fáum dögum hafi ríkisstj. komið á framfæri við fjhn. Nd. 30—40 brtt. við skattafrv. hennar sjálfrar. Það munar ekkert um það, enda er ekkert við það að athuga. Ég held, að það sé alveg rétt hjá hæstv. ráðh. að koma með slíkar till. og biðja n. að flytja þær eða flytja þær sjálfur. Nei, það er ekkert merkilegt við það, þó að minni hl. n. flytji brtt. við frv. og nú er það ekki minni hl. n., sem flytur frv., svo að þetta er líka rangt hjá hæstv. ráðh. Það er minni hl. menntmn., sem flytur brtt. við frv., sem flutt er af öðrum en n. Það er alveg sama, hvar maður drepur niður fingri, það er eins og ekkert geti haldið hjá hæstv. ráðh. í þessum ræðum hans.

Þá tíundaði hann það sérstaklega, að nú hefði fjárveitingin verið aukin úr 10 millj. í 15 millj., og ég sé frétt í blaði, sem var kastað inn í forstofuna hjá mér fyrir nokkrum dögum og var gefið út fyrir norðan, það heitir Norðanfari. Þar er fréttaklausa, þar sem stendur, að 1.400 nemendur hlutu styrki núna um áramótin. Ég skal taka það fram, að ég er ekki kaupandi blaðsins, því var bara fleygt inn þarna og ég fór að gæta að, hvað þetta væri. Ég hugsa helzt, að það hafi verið látið þarna inn í þeirri von, að ég kysi flokkinn, en ég er ekki farinn að kaupa blaðið enn þá. Ég sakna þess, að í þessari fréttakilkynningu var ekki sagt frá því, hvað þriðjungur þessara, sem hlutu styrkinn, fengi mikið. Ef einhver góður sjálfstæðismaður er nú hér inni, sem gæti komið þessari leiðréttingu til blaðsins, þá væri það gott. Það voru nefnilega 1.323 kr., sem þriðjungurinn af nemendunum fengu. Mikið væri nú gott, ef blaðið segði frá því næst. Þá segir í þessari fréttatilkynningu: „Við umr. um fjárlagafrv. kom fram brtt. frá meiri hl. fjvn. þess efnis, að þessi liður yrði enn hækkaður um 3 millj., úr 12 millj. í 15 millj: Það var ríkisstj., sem lagði til, að styrkurinn yrði ekki nema 12, en meiri hl. fjvn. kom því upp í 15.“ Er það ekki rétt, að minni hl. fjvn. hafi lagt til, að styrkurinn yrði 25 millj.? Mig minnir þetta.

Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem þetta frv. er flutt. Þetta frv. fluttum við sömu flm. á síðasta þingi, þá var það svæft og hefði sennilega verið svæft núna líka, hefði ég ekki gengið dálítið hart eftir því, að það kæmi ti1 umr. Á fjárl. fyrir árið 1970, sem voru afgreidd í desember árið 1969, var þetta mál afgreitt og var þá búið að vera mjög til umr. almennt í blöðum og hér á hv. Alþ. vegna till., sem við höfðum flutt um þetta. Þá flutti ég þá brtt. við fjárl., að þessar 10 millj., sem þá var ætlunin að samþykkja, skyldu hækka upp í 25 og það var nafnakall um till., ef ég man rétt. Allir stjórnarsinnar felldu þá till., þ.á.m. hæstv. menntmrh. og þess vegna urðu það ekki nema 10 millj. þá. Ég held þess vegna, að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta, að tvö þing í röð er stjórnarliðið búið að koma í veg fyrir, að þessi fjárveiting verði meiri en hún hefur verið, 10 millj. í fyrra og 15 millj. núna í ár.

Þá nefndi hæstv. menntmrh. þær ráðstafanir, sem nú eru gerðar til þess að jafna aðstöðumun æskufólks til menntunar í landinu og hann nefndi, að skólavist væri ókeypis í landinu. Er það ekki jafnt fyrir alla, hvort sem þeir eru fátækir eða ríkir? Ég hélt, að þetta væri ekki til þess að jafna aðstöðumun, þ.e.a.s. í ríkisskólunum er sjálf kennslan náttúrlega ókeypis. Þá nefnir hann barnalífeyri. Hverjir fá barnalífeyrinn? Það eru ekkjur, .sem fá hann, ekki ekkjumenn, sem t.d. fá ekki enn í dag einn einasta eyri í barnalífeyri. Og þetta á að hafa verið til þess að greiða fyrir menntun barna að láta feður þeirra aldrei fá einn eyri í barnalífeyri. Eitthvað er nú þetta vafasamt hjá hæstv. ráðh.

Loks nefndi hann það þriðja, sem gert væri til þess að börnin geti gengið í skóla. Það voru fjölskyldubætur. Eru þær ekki jafnar, hvar sem menn eru í landinu? Er það nokkur jöfnun á aðstöðumun? Fékk hæstv. ráðh. ekki fjölskyldubætur með sínum börnum, þegar þau voru á þeim aldri, alveg eins og ég með mínum? Ég held, að það hljóti að vera. Hann bjó reyndar hérna við skólavegginn. Að fjölskyldubæturnar hafi verið til þess að jafna aðstöðumun æskufólks til menntunar, það er fjarri sanni.

Loks nefndi hann það fjórða. Það var skattfrádráttur vegna menntunar barna. Ég skal viðurkenna það, að ég man ekki eftir ákvæðum skattalaga um þetta atriði. Ég held, að þau séu þó ekki ákveðnari en það, að það sé heimilt að taka tillit til þess, ef börn eru við nám, en skattstjóri er alls ekki skyldur að gera það. Er það ekki rétt? Já, ég hélt það. En hvað hefur nú þetta að segja? Ætli verkamaður hafi ekki 16—17 þús. kr. laun á mánuði? Það hefur nú einn ágætur þm. sagt mér, að þeir komist eiginlega margir upp í 20 þús. kr. á mánuði. Ef það væri, að verkamaður eða láglaunamaðurinn kæmist upp í 20 þús. kr. meðaltal á mánuði og hefði 240 þús. kr. tekjur, brúttótekjur, hvað ætli það verði mikill skattafrádrátturinn hjá honum vegna námskostnaðar barnanna? Hann kemst ekki í neinn skatt og vantar mikið til. Persónufrádráttur hjóna með 4 börn er núna, ef ég hef reiknað rétt, 296 þús. En þó að þessi húsbóndi hafi 240 þús. kr. árslaun, er langt frá því, að hann komist í neinn skatt. Hvaða gagn hefur hann þá af þessum skattfrádrætti? Það eru þeir, sem eru hálaunaðir, sem hafa gagn af því, ekki hinir. Ekki er þetta til að jafna aðstöðuna, heldur þvert á móti.

Annað er það, sem mér þótti einna merkilegast við ræðu hæstv. ráðherra og það var það, hvað hann lagði mikla áherzlu á það, að hann hefði áhuga á þessu máli. Það yrði að jafna þennan aðstöðumun, það yrði að auka styrki og hann bókstaflega kom hér með hátíðleg loforð um, að þetta skyldi rannsakað rækilega eftir kosningar. Gat hæstv. ráðh. ómögulega gert þetta fyrir kosningar? Dugðu honum ekki þessi tvö ár til þess að koma sér niður á reglur um úthlutun styrkja og hve mikið þyrfti, ti1 þess að það munaði eitthvað verulega um þá? Nei, hann gat það ekki, hann varð að geyma það, þangað til eftir kosningar. Hann hugsar sjálfsagt sem svo: ,;Ef Guð lofar, að ég sé áfram ráðherra,“ því að annars þarf hann ekki að vera að lofa neinu. Hann getur ekki lofað neinu fyrir aðra.

Ég sagði það í ræðu minni hér síðast, að ég hefði gert mér vonir um stuðning við þetta mál frá a.m.k. sumum sjálfstæðismönnum hér í hv. d. Og ég gat þess, að ég byggði það á blaðaskrifum, sem hefðu orðið um þessi mál og birtust í Morgunblaðinu. Því miður voru fáir á fundi þá, nú eru fleiri á fundi og ég ætla aðeins að endurtaka örfá orð upp úr Morgunblaðinu til glöggvunar þeim hv. sjálfstæðismönnum, sem hér eru viðstaddir.

Í leiðara Morgunblaðsins, 15. jan. s.l., er því lýst mjög rækilega, hversu þörfin sé mikil á að jafna aðstöðumun ungmenna til náms og leiðarinn endar á þessum orðum, með leyfi forseta: .. . „en hvernig sem það er gert, er augljóst, að hér er á ferðinni réttlætismál, sem þjóðin verður að veita fyllstu athygli á sex næstu árum.“ Það er að jafna með þeim aðstöðumuninn. En enn þá betur finnst mér, að Morgunblaðið hafi komizt að orði í leiðara, sem birtist 29. jan., fyrir tæpum mánuði, þar sem segir, þegar búið er að lýsa þessari misjöfnu aðstöðu æskufólks til náms: „Menn hafa vaknað til vit undar um það, að í þessum efnum hefur mikið ranglæti viðgengizt árum saman.“ Og enn fremur: „en þetta er aðeins fyrsta sporið,“ þ.e. a. s. styrkveitingarnar til þess, að allir búi við það sama, hvað sem líður fjárhag foreldra eða búsetu. Enn fremur segir í þessum leiðara: „En óhætt er að fullyrða, að það er eitthvert stærsta verkefni á sviði menntamála okkar í dag að þurrka út þetta misrétti“. Ég sagði það þá og endurtek það enn, að mér finnst þetta vel mælt og réttilega á allan hátt, en það er kannske vert að minna á síðustu orðin í þessum leiðara: „og þess verður að vænta, að ríkisstj. og Alþ. muni fylgja þessari stefnuyfirlýsingu eftir í reynd með myndarlegum og raunhæfum aðgerðum.“

Ég mun ekki trúa því, fyrr en atkvgr. fer hér fram, að allir sjálfstæðismenn rétti upp höndina með því að vísa þessu máli til hæstv. menntmrh. Ég mun ekki trúa því. Og ég á ákaflega erfitt með að skilja það, að flokkur, sem hefur lagt svo mikla áherzlu á að kynna það fyrir þjóðinni, hvað honum sé það mikið hjartans mál að koma á meiri jafnræði við menntun æskufólks í landinu en nú er, fari eftir einhverjum fyrirmælum hæstv. menntmrh. um það að vísa þessu máli frá. Ég á bágt með að trúa því, segi ég og ég mun ekki gera það, fyrr en ég sé, hvernig atkv. falla. Ég skal svo ekki tefja þessar umr. lengur, nema þá sérstakt tilefni gefist til.