03.03.1971
Neðri deild: 55. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 394 í C-deild Alþingistíðinda. (2843)

86. mál, hafnalög

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur haft þetta frv. til athugunar og fengið um það umsagnir m.a. frá hafnamálastjóra og frá hafnasambandi sveitarfélaga. Umsagnirnar hnigu að vísu í þátt átt, að frv. væri óþarft, en að athuguðu máli féllst sjútvn. á að mæla með samþykkt þess, þar sem það gæti tekið af tvímæli í vissum tilvikum. Aðalbreytingin, sem í frv. felst, er sú, að heimilt sé að kveða nánar á í hafnareglugerðum um allt það, er lýtur að nýtingu verðmæta á hafnarsvæðunum. Það er höfuðefni þessa frv. og sjútvn. mælir með samþykkt þess.