18.02.1971
Neðri deild: 48. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í C-deild Alþingistíðinda. (3142)

209. mál, hefð

Flm. (Pálmi Jónsson) :

Herra forseti. Það er aðeins örstutt aths. í sambandi við hugtakið lausafjármuni. Hv. 3. þm. Norðurl. v. virtist halda eftir ræðu hans að dæma, að lausafjármunir væru búfé og annað ekki. Lausafjármunir eru allir lausir munir, þar með búfé. Ef nú bætist við 1. gr. laganna: Hefð verður þó eigi unnin á búpeningi, þá þýðir það, að hefð má vinna á lausafjármunum öðrum en búpeningi. Þetta held ég, að jafnskýr maður eins og hv. 3. þm. Norðurl. v. ætti að skilja.