01.03.1971
Neðri deild: 54. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í D-deild Alþingistíðinda. (3367)

50. mál, hitun húsa með raforku

Frsm. (Ásberg Sigurðsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur fjallað um þetta mál, rafhitun húsa, og gert örlitla breytingu á niðurlagi tillgr., sem hún var sammála um, að væri til bóta.

Þetta mál er mjög þýðingarmikið. Vaxandi ný tækni gerir það að verkum, að það er mjög álitlegt að fara að hita híbýli manna yfirleitt með rafmagni. Olíuverð fer hækkandi í heiminum og mun gera það áfram. Það er sjáanlegt, að nauðsynlegt er að gera skipulegt átak til þess að skapa innlendan markað fyrir rafmagn í þessu skyni.

Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða tillgr., en vænti þess, að hún verði samþykkt.