02.03.1971
Sameinað þing: 29. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 33 í D-deild Alþingistíðinda. (3397)

81. mál, varnir gegn sígarettureykingum

Frsm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Till. þessi er flutt af þm. úr öllum þingflokkum og fjallar, eins og tekið er fram, um varnir gegn sígarettureykingum. Henni var vísað á sínum tíma til allshn. Sþ., og varð n. sammála um að mæla með samþykkt till., að því breyttu, að í stað 4. liðar, sem hljóðar svo í þáltill.: „Stofnaðar verði opnar deildir“ o.s.frv., komi: Athugaðir verði möguleikar á að stofna. Nefndinni þótti of ákveðið tekið þarna til orða, þar sem ekki væru fjármunir, a.m.k. eins og sakir stæðu, fyrir hendi til þess að opna þessar deildir, en hún tekur undir, að þessa sé þörf, og leggur til, eins og ég nefndi áðan, að tillgr. orðist svo:

„Athugaðir verði möguleikar á að stofna opnar deildir (poliklinik), sem stjórnað sé af sérfróðum læknum, og þar geti reykingamenn fengið aðstoð til þess að hætta reykingum.“

Að öðru leyti vísa ég til till., eins og hún er á þskj. 83.