02.04.1971
Sameinað þing: 40. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í D-deild Alþingistíðinda. (3485)

58. mál, skipulag vöruflutninga

Frsm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Till. þessi, sem hér er til afgreiðslu, er flutt af nokkrum þm. Framsfl. 1. flm. er Vilhjálmur Hjálmarsson, og till. fjallar um það að kjósa fimm manna mþn. til að athuga vöruflutninga landsmanna og gera till. um bætta skipan þeirra. Allshn. fékk þessa till. til athugunar, sendi hana allmörgum til umsagnar svo sem Skipaútgerð ríkisins, Eimskipafélagi Íslands, Skipadeild SÍS, Flugfélagi Íslands, Félagi ísl. vöruflutningabifreiðastjóra og Sambandi ísl. sveitarfélaga. Yfirleitt voru umsagnir þessara aðila jákvæðar. Þeir töldu nauðsynlegt að láta fara fram slíka athugun, en í n. varð það ofan á að leggja til, að till. væri orðuð nokkuð öðruvísi en flm. höfðu lagt til eða eins og stendur á þskj. 683. Öll n. var sammála um að leggja til þessa breytingu og að till. þannig orðuð yrði samþykkt.