02.04.1971
Sameinað þing: 40. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í D-deild Alþingistíðinda. (3498)

61. mál, haf- og fiskirannsóknir

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég ætlaði aðeins að þakka hv. n. fyrir afgreiðslu á till., og ég er alveg samþykkur þessum breytingum á fyrirkomulagi áætlunargerðarinnar, sem n. stingur upp á. Það var í þáltill. talað um, að ríkisstj. ætti að fela þetta sérfræðingum, og ég get fallizt á, að það sé berum orðum tekið fram, að það skuli vera Hafrannsóknastofnunin.