17.12.1970
Sameinað þing: 18. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 580 í B-deild Alþingistíðinda. (378)

1. mál, fjárlög 1971

Frsm. minni hl. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 279 flytjum við í minni hl. fjvn. till. til breytinga á frv. um að hækka greiðslu vegna aðstöðumunar námsfólks til framhaldsnáms úr 12 í 25 millj. kr. og lýsti ég þeirri brtt. í ræðu minni í dag. Nú hefur orðið samkomulag í hv. fjvn. um að hækka þennan lið úr 12 millj. í 15 millj. kr. og enda þótt það sé allmiklu lægri fjárhæð heldur en við fórum fram á, erum við þó sammála um það, minni hl., að það sé spor í rétta átt og hér hafi verið sýnd viljaviðleitni til að koma til móts við okkur og höfum við því staðið að flutningi þeirrar till., og leyfi ég mér því fyrir hönd minni hl. að lýsa því yfir, að við tökum til baka till. okkar á þskj. 279.