17.12.1970
Sameinað þing: 18. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í B-deild Alþingistíðinda. (385)

1. mál, fjárlög 1971

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Það er ein till. hér á þskj. 284, sem ekki hefur verið mælt fyrir enn þá, VI, sem er flutt af mér. Í till. fjvn. í fjárl. er gert ráð fyrir nokkurri fjárveitingu, raunar tveim fjárveitingum, annarri til styrktar dagblöðum og hinni til kaupa á dagblöðum. Dagblöð eru eingöngu gefin út í Reykjavík og má raunar geta þess, að þetta með kaupin, að ég ætla, tekur einnig til eins vikublaðs, sem gefið er út í Reykjavík. En mér finnst ekki eðlilegt, að þessi aðstoð sé eingöngu bundin við þessi blöð, sem öll koma út í Reykjavík, heldur séu einnig möguleikar til þess, að blöð, sem koma út reglulega og fjalla um þjóðmál en gefin eru út utan Reykjavíkur, geti einnig fengið nokkra aðstoð og að af þeim verði keyptur ákveðinn eintakafjöldi, en að vísu lægri en gert er ráð fyrir, að keyptur sé af dagblöðunum.