18.12.1970
Sameinað þing: 19. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í B-deild Alþingistíðinda. (391)

1. mál, fjárlög 1971

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Auðvitað hefði ég kosið, að hv. fjvn. hefði séð sér fært að gera till. um tvöföldun framlagsins, eins og það er ákveðið í lögum um gæzluvistarsjóð, sem er 7½ millj. kr. En með tilvísun til þess, að umtalsverð hækkun hefur þó fengizt með till. n. í 12 millj. kr. og vonir standa til, að rekstrarútgjöldum verði létt af sjóðnum, þannig að fjárráð sjóðsins ættu að vera næg til þess að undirbúningur væri nú þegar hafinn af fullum krafti að byggingu hælis fyrir áfengissjúklinga, segi ég nei.