15.12.1970
Neðri deild: 31. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (397)

178. mál, verðlagsmál

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Síðan gildandi lög um verðlagsmál voru sett 1968, hefur umboð verðlagsnefndar verið lögfest fyrir eitt ár í senn. Samkv. gildandi l. mundi því umboð verðlagsnefndar falla niður í desemberlok, ef ekki yrði gerð breyting á l. og umboð n. framlengt um eitt ár til viðbótar. Það eitt er efni þessa frv. að framlengja umboð núv. verðlagsnefndar til ársloka 1971.

Hliðstætt frv. var borið fram á síðasta Alþ. og var þá ágreiningslaust alveg og ekki vísað til n. Ég tel efni þessa máls vera alveg augljóst og enga ástæðu til þess að ætla að um það sé ágreiningur nú frekar en áður, og leyfi mér því, herra forseti, að leggja til, að málinu verði vísað til 2. umr., en sé ekki ástæðu til að leggja til, að því verði vísað til n.