26.01.1971
Sameinað þing: 22. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í D-deild Alþingistíðinda. (4387)

157. mál, gengistöp hjá Fiskveiðasjóði

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Vegna þeirra umr., sem hér hafa orðið í sambandi við fsp. hv. 3. þm. Norðurl. v. og orð hv. 4. þm. Austf., teldi ég ástæðu til þess, að þingheimur fengi betur að kynnast skoðunum þeirra og hvort þær séu þær, að þeir útgerðarmenn, sem létu byggja skip á þeim tíma, sem Fiskveiðasjóður auglýsir, að engin gengisáhætta fylgi lánum og fyrirgreiðstu frá þeim sjóði, hvort þeir telji, að fullu réttlæti verði náð með því kannske að jafna niður gengisáhættu þeirra ára á skip þeirra útgerðarmanna, sem ganga að því með opin augun, þegar þeir leita þessarar fyrirgreiðslu.