26.01.1971
Sameinað þing: 22. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í D-deild Alþingistíðinda. (4405)

166. mál, hraðbraut í gegnum Kópavog

Fyrirspyrjandi (Jón Skaftason):

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 213 að bera fram svofellda fsp., sem er í tveimur liðum, til hæstv. samgrh. um kostnað við gerð hraðbrautar á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Kópavog:

„a) Er það rétt, að Vegasjóður, en ekki Reykjavíkurborg, kosti gerð Reykjanesbrautar að Breiðholtsbraut og Elliðaárbrýr og enn fremur helming vegbrúarinnar á Miklubraut?

b) Ef svo er, er þá sanngjarnt, að Kópavogskaupstaður þurfi að nota stóran hluta af þéttbýlisvegafé sínu um mörg ár til þess að standa undir kostnaði við Hafnarfjarðarveg í gegnum Kópavog, og er leiðréttingar að vænta?“

Ég vænti þess, að hæstv. ráðh. geti gefið skýr svör við þessum fsp.