02.02.1971
Sameinað þing: 24. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 690 í D-deild Alþingistíðinda. (4439)

336. mál, heimavistarkostnaður

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Við í menntmrn. höfum veitt því athygli, eins og hv. fyrirspyrjandi, að um mikinn mun er að ræða á þeim kostnaði, sem hér er um að ræða. Ég vil ekki segja óeðlilega mikinn mun, vegna þess að málið er ekki fullrannsakað af okkar hálfu, svo að ég get því miður ekki á þessari stundu gefið víðhlítandi skýringar á því, sem óhætt er að segja, að embættismenn urðu hissa á með sama hætti og hv. fyrirspyrjandi hefur orðið hissa á því. En það hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að skýringa á þessu verði leitað. Á þessu eru eflaust, vona ég, alveg eðlilegar skýringar, og þegar þær liggja fyrir, mun ég gera ráðstafanir til þess, að þeim þm., sem á því hafa áhuga, sé gefinn kostur á að kynna sér þær. En á þessari stundu hef ég því miður ekki skýringar fram að færa.