02.02.1971
Sameinað þing: 24. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 691 í D-deild Alþingistíðinda. (4442)

336. mál, heimavistarkostnaður

Fyrirspyrjandi (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Þó að mér þyki það að sjálfsögðu miður, að ekki var hægt að fá skýringar á þessum mikla mismun, sem skýrslan sýnir, þá fagna ég því, að hæstv. ráðh. hefur lofað að láta athuga þetta, og ég þykist vita, að fjármálaeftirlit skólanna geti komizt að réttum niðurstöðum um þetta efni. En tilefni fsp. var það, að ég hafði í höndum fullnægjandi vitneskju um það, að heimavistarkostnaðurinn á Núpi í Dýrafirði væri mun meiri en í mörgum öðrum héraðsskólum, og þótti mér því ástæða til að gera tilraun til að fá hið rétta fram varðandi þetta efni, og það hafa nú hv. þm. fengið.