23.03.1971
Sameinað þing: 27. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í D-deild Alþingistíðinda. (4504)

348. mál, greiðslur af aflaverðmæti til Stofnlánasjóðs fiskiskipa

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Samkv. upplýsingum Fiskifélags Íslands og Efnahagsstofnunarinnar um áætlað aflaverðmæti á árinu 1970 verður svarið við fsp. svo sem hér segir. Ég undirstrika „áætlað aflaverðmæti“, þess vegna er ekki um endanlegar tölur að ræða. Endanlega hefur ekki verið unnt að ganga frá málinu, en samkv. fsp. verður svar mitt svo hljóðandi:

1. Í Stofnfjársjóð fiskiskipa:

a) til togara 132.8 millj. kr.,

b) til annarra fiskiskipa 433.9 millj. kr. eða samtals 566.7 millj. kr.

2. Til útgerðarfyrirtækja, sem hlutdeild í almennum útgerðarkostnaði, 310.5 millj. kr.