02.03.1971
Sameinað þing: 29. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í D-deild Alþingistíðinda. (4549)

355. mál, þingskjöl og Alþingistíðindi

Fyrirspyrjandi (Gils Guðmundsson):

Herra forseti. Á þskj. 371 hef ég leyft mér að beina til hæstv. forsrh. svo hljóðandi fsp.:

1. Hver hefur verið árlegur útgáfukostnaður síðustu þrjú árin: a) á þingskjölum, b) á skjalaparti Alþingistíðinda, c) á umræðuparti Alþingistíðinda?

2. Hve mikið er óprentað af umræðuparti Alþingistíðinda?

3. Eru uppi ráðagerðir um breytingar á útgáfufyrirkomutagi þingskjala og Alþingistíðinda, sem leitt gætu jöfnum höndum til aukinnar hagkvæmni og sparnaðar?

Þessar fsp. þurfa engra sérstakra skýringa við. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að útgáfa Alþingistíðinda, sérstaklega umræðuparts þeirra, sé með algerlega úreltu sniði, hún sé óþarflega dýr og jafnvel heldur gagnslítil eins og útgáfuhættirnir hafa verið, a. m. k. allmörg síðari árin. Þessar fsp. mínar um Alþingistíðindin beinast að því að fá nokkru ljósi varpað á þetta mál, svo að það kynni e. t. v. að verða tekið til athugunar, hvort ekki sé þörf á að breyta hér til og bæta úr því, sem ég tel, að vel megi úr bæta í þessu efni.