09.03.1971
Sameinað þing: 32. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í D-deild Alþingistíðinda. (4563)

353. mál, flugvallargerð á höfuðborgarsvæðinu

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég skal nú ekki blanda mér ýkja mikið í þessar umr. um flugvöll hér á Álftanesi, en hins vegar rifjast eitt og annað upp fyrir manni, þegar farið er að tala um flugmálin almennt á hv. Alþ., því að sannleikurinn er sá, að flugmálin hafa verið eins konar olnbogabarn hér í umr. á hv. Alþ., eins konar olnbogabarn í samgöngumálum, og ég held, að þetta hafi komið mjög greinilega fram í þeim bréfum, sem okkur voru skrifuð, þm:, líklega öll samhljóða, af stjórn atvinnuflugmanna um þessi efni. Þar kemur það einmitt greinilega fram, hvernig ástandið er í flugmálunum, sérstaklega ástandið á flugvöllunum atmennt í landinu. Og verst er þetta ástand náttúrlega á flugvöllunum úti um landið. Og einmitt vegna þessa, að þetta hefur komið til umr. hérna og við erum hér í fsp: tíma, þá langar mig til þess að leyfa mér að spyrja hæstv. samgrh., hvort nokkuð nýtt sé á döfinni í þessum efnum, hvort fyrirhugað sé að gera sérstaka áætlun um endurbætur á flugvöllum í landinu, t. d. slíkar, sem gætu komið til framkvæmda í sumar eða síðar. Þetta er ákaflega mikilvægt atriði, og ég vildi gjarnan, ef hæstv. samgrh. gæti eitthvað upplýst um þessi efni, að hann gerði það hér undir þessum umr.