18.12.1970
Neðri deild: 36. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 658 í B-deild Alþingistíðinda. (465)

161. mál, tollskrá o.fl.

Forsrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég tek enga efnislega afstöðu til þess, hvort rétt sé að fella niður tolla af vélum, eins og hér er stefnt að, eða ekki — um það er ekki að ræða nú af minni hálfu. Ég tel þessa till. á þskj. 291 alveg óþinglega og ekki sé viðeigandi að samþykkja slíka till. á þessu þingi. Hér er gert ráð fyrir, að n. embættismanna og tilnefndra manna athugi niðurfellingu tolla og síðan er sagt, að þær till. skuli lagðar fyrir næsta þing. Ég veit ekki, hver á að leggja þær fyrir næsta þing. Það er væntanlega ríkisstj., sem gert er ráð fyrir, að eigi að gera það, og með hliðsjón af því, að almennar alþingiskosningar fara fram í vor og ekkert er vitað um ríkisstj. að þeim loknum, þá finnst mér það í hæsta máta óþinglegt að vera að samþykkja slíka till., eins og hér er um að ræða. Af þeim ástæðum einum finnst mér, að það eigi ekki að samþykkja þessa till.