18.12.1970
Neðri deild: 36. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 659 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

161. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Mér láðist í framsögu minni fyrir málinu að geta þess, að við prentun þskj. nr. 290, þ. e. brtt. frá n. urðu prentvillur — fjórar prentvillur, og þess vegna hefur þskj. verið sent aftur til prentunar. Hér er um að ræða eina niðurfellingu í texta. Í 6. tölul. a-liðar á að standa á eftir o. þ. h.: óáletrað, glært eða mattað gler. Í 8. tölul. á ekki að vera tollnr. 69.11 01, heldur 69.11 00. Í 30. tölul. er tollnr. ekki 30.29, heldur 90.29, og í textann við þá brtt. vantar orðið til. Þessar villur hafa engin efnisáhrif á brtt., en þskj. mun að sjálfsögðu prentað upp.