30.03.1971
Sameinað þing: 38. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 829 í D-deild Alþingistíðinda. (4676)

289. mál, rafvæðingaráætlun Vestfjarða

Fyrirspyrjandi (Steingrímur Pálsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. raforkumrh. fyrir þessar upplýsingar, en ég veit, að fólk verður fyrir vonbrigðum, því að enn þá er miðað við sömu fjarlægðir á milli bæja, 1.5 km, og þó að búið sé að gera frumáætlanir, þá veit enginn í dag, hvað það þýðir, en ég treysti því, að það verði leitazt við að koma rafmagninu sem allra fyrst til sveitanna.