03.02.1971
Efri deild: 44. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

182. mál, Háskóli Íslands

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Af nál, á þskj. nr. 328 kemur fram, að heilbr.- og félmn. mælir einróma með samþykkt þessa frv. Við fengum það til meðferðar í heilbr.- og félmn., þótt þar sé um örlitla breytingu á lögum um Háskóla Íslands að ræða, en breytingin er í því fólgin, að kennari í lyfjafræði lyfsala hafi ekki jafnframt á hendi eftirlit með lyfjabúðum, eins og kom fram í framsöguræðu hæstv. heilbr.- og félmrh., en hann talaði fyrir þessu frv. í fjarveru hæstv. menntmrh. N. leggur einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt, og vísa ég því hér með til 3. umr.