03.03.1971
Neðri deild: 55. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (615)

189. mál, lyfsölulög

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er komið frá hv. Ed. og hlaut þar venjulega afgreiðslu og var einróma samþ. þar. Efni þess varðar skráningu sérlyfja, og segir svo í aths. með frv. með leyfi forseta:

„Nokkrir framleiðendur sérlyfja svo og sérfræðingar í ýmsum greinum læknisfræði hafa á undanförnum árum ítrekað óskað eftir, að tiltekin lyf yrðu því aðeins skráð á sérlyfjaskrá, að notkun þeirra væri bundin við sérstakar spítaladeildir eða lækningastöðvar, þar sem tryggt væri, að einungis sérfræðingar fjölluðu um notkun þeirra.

Þess háttar takmörkun á skráningu sérlyfja hefur tíðkazt alllengi á Norðurlöndum, t. d. í Danmörku.“ Heilbr.- og félmn. þessarar hv. d. hefur haft málið til athugunar og leggur einróma til, að það verði samþ. óbreytt, eins og fram kemur á þskj. 402.